Snúningslak frá íslenska fyrirtækinu Snoozle (hvít rönd)

7.990 kr
Virðisaukaskattur innifalinn

Snúningslak frá íslenska fyrirtækinu Snoozle (hvít rönd)

Snoozle snúningslakið er ótrúlega einfalt í notkun. Þú skellir því einfaldlega á þinn hluta rúmsins þannig að það sé um það bil undir baki og rassi, leggst ofan á það og snýrð þér.

Snúningslakið er frábært á meðgöngu, fyrir gigtveika. eftir aðgerðir á baki, fyrir aldraða eða ef þú, af einhverjum ástæðum, átt erfitt með að snúa þér eða setjast upp í rúminu.

Stærð: 75 x 72 cm

 

Um Snoozle-snúningslakið

Snúningslakið frá Snoozle

Snoozle snúningslakið er íslensk hönnun sem seld er um allan heim og hefur fengið frábærar viðtökur. 

Snúningslakið frá Snoozle er hannað til að auðvelda fólki að snúa sér eða setjast upp í rúminu. Notendur snúningslaksins segjast upplifa minni sársauka í baki og mjöðmum við hreyfinguna í rúminu, betri svefn og almennt aukin lífsgæði með notkun þess. 

Hugmyndin er einföld, snúningslakið er saumað sem hólkur (75 x 75 cm þegar hann er lagður flatur á rúmið) sem er sleipur að innan. Þegar fólk liggur ofan á snúningslakinu og snýr sér eða sest upp með aðstoð þess, nuddast sleipu hliðar hólksins saman og auðvelda hreyfinguna. 

Ástæða þess að fólk upplifir minni erfiðleika eða sársauka við að snúa sér á snúningslakinu er sú að ekki þarf að spenna auma og þreytta vöðva eins mikið við hreyfinguna og ekki þarf að eyða jafnmikilli orku í að lyfta sér upp fyrir snúninginn. Hreyfingin verður samfelldari og tekur fljótar af. 

Hverjir nota snúningslak?

Hérlendis eru snúningslök vinsæl á meðal óléttra kvenna en einnig notuð af mörgum aldurshópum og báðum kynjum. Ástæðurnar fyrir því að fólk á erfitt með að snúa sér í rúminu eru margar, en snúningslakið hjálpar til dæmis:

 • Gigtveikum
  • Liðagigt
  • Vefjagigt
  • Hryggikt
  • Slitgigt
 • Óléttum konum
  • Grindargliðnun
  • Þreyta i baki og mjöðmum
  • Auðveldar hreyfingu í rúminu í fæðingu
 • Öðrum sem eiga erfitt með hreyfingu í rúminu
  • MS-sjúkdómur
  • Crohn's sjúkdómur
  • Parkinsson
  • Að lokinni aðgerð á baki eða mjöðmum

Þvottaleiðbeiningar fyrir snúningslakið

Snoozle snúningslakið má þvo á 30 °c en skal ekki setja í þurrkara eða strauja. Til að byrja með er best að þvo lakið eitt og sér ef ske kynni að liturinn í því smiti út frá sér. 

 

Hvað ber að varast?

Vitað er til þess að Snoozle snúningslakið sé einnig notað í sófum og stólum svo fólk eigi auðveldara með að standa upp eða leiðrétta setstöðu sína, en það hefur ekki verið prófað af okkur í þeim tilgangi og bendum við fólki á að fara varlega því lakið er mjög sleipt. Ekki skal nota snúningslakið í bíl og gæta skal sérstaklega að því að taka snúningslakið strax upp ef það dettur á gólfið því fólk getur auðveldlega runnið og hrasað ef það stígur á lakið. Varast skal að hafa snúningslakið alveg á brún rúmsins. Ef lakið er keypt fyrir einstakling sem þarfnast umönnunar skal tryggt að ofangreindum öryggisatriðum sé fylgt af umönnunaraðila, sé einstaklingurinn ekki fær um það sjálfur.